Hver vill þriggja flokka vinstri stjórn?

Landslagið er að skýrast.  Valkostirnir í kosningunum þann 12. maí eru að mínu mati annars vegar áframhaldandi hagsæld þjóðarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokks og hins vegar þriggja flokka vinstri stjórn.  Því spyr ég einfaldlega: Hver vill þriggja flokka vinstri stjórn?

Af þessu tilefni vil ég deila með ykkur reynslusögu úr mínu eigin lífi.  Þegar við hjónin komum heim frá námi í útlöndum urðum við bæði atvinnulaus.  Árið 1991 lauk ég doktorsnámi frá háskóla í Bandaríkjunum og maðurinn minn lauk skömmu síðar meistaraprófi frá sama háskóla.  Við hjónum vildum heim að loknu námi ásamt dóttur okkar, en foreldrar og vinir vöruðu okkur við ástandinu í landinu.  Það væri ekki skynsamlegt að koma heim því hér væri sívaxandi atvinnuleysi og allt í óreiðu eftir fráfarandi vinstri stjórn sem lét af störfum 1991.  Betra væri að koma heim síðar þar sem við hjónin höfðum bæði atvinnutækifæri í útlöndum og gætum haft nóg að gera þar.

Þrátt fyrir þessar fregnir héldum við heim af einskærri föðurlandsást.  Vongóð og bjartsýn keyptum við okkur litla blokkaríbúð og byrjuðum að leita að störfum við hæfi.  Til að gera langa sögu stutta þá fékk ég eitt verkefni og maðurinn minn annað, en fasta vinnu fengum við ekki enda 12% atvinnuleysi í landinu.  Verkefnin sem við hjónin sinntum gáfu ekki af sér nægilegt fjármagn til að greiða afborganir af húsnæðinu og fæða fjölskylduna.  Eftir um það bil 5 mánuði gáfumst við upp, seldum íbúðina og fluttum enn einu sinni alla búslóðina og fjölskylduna til útlanda.  Foreldrar mínir höfðu rétt fyrir sér, það var ekki vinna fyrir okkur í landinu, ekki pláss fyrir menntað vinnuafl, ekki tækifæri fyrir ungt og frískt fólk.  Ég þarf vart að lýsa höfnunartilfinningunni sem við urðum fyrir!!!!!  

Í dag fyrir kosningar er atvinnuleysi ekki í umræðunni!  Skuldir ríkissjóðs eru ekki til staðar og því ekki í umræðunni.  Um þessar mundir í kosningabaráttunni fjalla andstæðingar okkar í Samfylkingunni aðallega um biðlista eftir hjúkrunarrýmum og loforð í þeim efnum.  Á sama tíma hafa þegar verið gerðar áætlanir af hálfu stjórnvalda um að byggja yfir 370 hjúkrunarrými á næstunni, því eru loforðin í raun um það sem þegar er í farvegi.  BUGL biðlistarnir eru í umræðunni og vissulega ólíðandi, en eins og margir vita er verið að byggja nýja göngudeild fyrir BUGL og búist er við að taka fyrsta áfanga hennar í notkun á næsta ári.

Vissulega eru mörg verkefni framundan og ekki síst í velferðarmálum þjóðarinnar.  Sjálfstæðisflokknum boðar áframhaldandi verðmætasköpun í samfélaginu og ábyrga velferðarstefnu á traustum grunni, ekki skuldsetta velferðarstefnu andstæðinganna.  Forysta flokksins skilur samspil velferðar og verðmætasköpunar.  Því hvet ég landsmenn til að styðja Sjálfstæðisflokkinn og kjósa hann þann 12. maí, hinn valkosturinn er þriggja flokka vinstri stjórn með tilheyrandi áhættu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nokkuð rispuð plata. Atvinnuleysi á þessum tíma hafði ekkert með vinstri stjórn að gera. Lesa betur heima.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 16:01

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Framtíðin er nú ekki glæsilega eftir góðærið, ef marka má Einar Odd. Hann sagði, að líklega þyrfti að nota símapeningana til að bjarga ríkissjóði þegar þenslutímabilinu lyki. Hvernig skyldi nú standa á því, frú mín góð? Það hefur nú aldrei þótt góð hagfræði að éta upp eigur sínar.  Já, eða útsæðið!

Auðun Gíslason, 30.4.2007 kl. 16:48

3 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Sammála Guðfinna, enga vinstri stjórn takk fyrir með tilheyrandi áhættu fyrir efnahagsmálin í landinu.  Best væri náttulega að við Sjálfstæðismenn fengjum meirihluta og þyrftum ekki í stjórn með öðrum, svo einfalt er það nú! Held sannarlega að það væri það albesta fyrir þetta þjóðfélag

Vilborg G. Hansen, 30.4.2007 kl. 18:06

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Næsta ríkisstjórn á að vera fyrir fólk. Stöðugleikinn er búinn og tyrkinn er löngu farinn. Forðumst stöðugleika í biðlistum á sjúkrahús, stöðugleika í bruði með fé til að setja vini og vandamenn í utanríkisþjónustu. Forðumst einkavinavæðingu. forðumst yfirleitt Sjálfstæðisflokkinn eins og heitan eldinn. Leysum unga og athafnasama hugvitsmenn í nýsköpun úr fjötrum bankanna og gefum þeim tækifæri til að takast á við framtíðina í mannsæmandi umhverfi viðskipta.  

Árni Gunnarsson, 30.4.2007 kl. 18:51

5 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég held Guðfinna að þú sért að fara með rangt mál þegar þú getur til að 12%

Eggert Hjelm Herbertsson, 30.4.2007 kl. 22:09

6 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ýtti of snemma á "senda". En það sem ég ætlaði að skrifa er að þú ert ekki að fara með rétt mál þegar þú nefnir 12% atvinnuleysi 1991 - meðalatvinnuleysi árið 1991 var 2,5% (samvæmt vef Hagstofu Íslands) - þannig að ég vona að þú fyrriverandi rektor minn, vandir aðeins betur þegar þú byrjar að gagnrýna. Ég vona einnig að þú fallir ekki í þá leiðinda gryfju að halda að Sjálfsstæðisflokkurinn sé sá eini sem getur stjórnað. Það er mikið af hæfu fólk allsstaðar, með góða hagfræði-, viðskipta, og verkfræðimenntun ásamt fleiru sem getur stjórnað alveg eins og hópur lögfræðinga. Ekki gera lítið úr því fólki sem numið hefur hjá þér.

Eggert Hjelm Herbertsson, 30.4.2007 kl. 22:14

7 identicon

Sammála þér Guðfinna, enga vinstri stjórn með tilheyrandi óráðssíu.  Vinstra fólk skilur ekki hugtakið atvinnulíf né heldur hefur það vit á efnahagsmálum, slíku fólki er einfaldlega ekki treystandi fyrir landsstjórn.  Ungt fólk í dag hefur upplifað stanslausa uppgangstíma í 12 ára og þekkir því ekki til verðbólgu, atvinnuleysis né erfiðleika við að koma sér þaki yfir höfuðið.  Því ætti þetta fólk ekki að kjósa t.d VG af einhverri léttúð af því að það er í tísku hjá ungu fólki.  Þetta fólk ætti að athuga sinn gang áður en að það gerir það.   Ég sem flokksbundinn Sjálfstæðismaður mun íhuga alvarlega að flytja úr landi sem pólítískur flóttamaður verði vinstri stjórn kosin yfir okkur.   Ég treysti þér Guðfinna og okkar fólki til góðra verka enda þekki þig af raun sem stundakennari í HR.

X-D 12. apríl  - Verið varkár, varist vinstri slysin!

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 22:35

8 identicon

Ætlaði að segja X-D 12. maí í staðinn fyrir 12. apríl. 

Biðst velvirðingar á þessum mistökum, en 12. apríl er mér afar hugleikinn, því dóttir mín á afmæli þennan dag.

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 22:38

9 Smámynd: Guðfinna S. Bjarnadóttir

Biðst afsökunar, var heldur fljót á mér og tók ekki fram að við vorum á Íslandi í tæplega hálft ár 1992 en ekki 1991 eins og mátti lesa úr textanum, atvinnuleysi á ársgrundvelli var þá um 5%. Þegar við vorum heima birtust tölur um atvinnuleysi reglulega. Vikuna sem við gáfumst upp var atvinnuleysið mun meira en á ársgrundvelli, 12% talan er byggð á minni. Vonleysið í þjóðfélaginu var mikið og á þessum tíma var m.a. stofnað félag atvinnulausra. 

Guðfinna S. Bjarnadóttir, 30.4.2007 kl. 23:36

10 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Við sem munum vinstri stjórnina ca 1979 getum tæplega hugsað okkur slíka óstjórn.

Var ein af þeim sem hélt að nú væri lausnin fundin á vanda þjóðarinnar.

 Dæmi: Man sérstaklega eftir að átti að bæta kjör þeirra lægst launuðu samkvæmt skattaframtali. Á mínum vinnustað fékk enginn þeirra lægst launuðu bætur aðeins verkstjórinn sem enginn gat skilið. Samkvæmt eignum og lífsstandard hafði hann miklu betri tekjur  en við.

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 1.5.2007 kl. 03:26

11 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Guðfinna, þú verður að gera betur en þetta. Sú vinstri stjórn sem þú ert að tala um var frá september

Eggert Hjelm Herbertsson, 1.5.2007 kl. 10:04

12 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Guðfinna, þú verður að gera betur en þetta. Sú vinstri stjórn sem þú ert að tala um var frá september 1988 til apríl 1990. Sú ríkisstjór, Steingrím Hermannsonar, tók við að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem réði ekki við eitt eða neitt og sprakk. Það var hægri stjórn, sú vesta á síðari tímum.

Þessi vinstri stjórn sem þú ert að tala um tók við erfiðu búi af hægri stjórn, mikil verðbólga og lægði í efnahagslífinu. Samt var atvinnuleysi ekki í námunda við það sem þú segir. Árið

Eggert Hjelm Herbertsson, 1.5.2007 kl. 10:06

13 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Þú nefnir einnig að þú hafir verið á árinu 1992, þá var komin hægri stjórn, fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, tók við árið 1991 (30. apríl). Það var meira atvinnuleysi í tíð þeirra ríkisstjórnar en vinstri stjórnarinnar sem þú talaðir um.

Vinstri stjórnin átti þátt í þjóðarsáttinni sem náði tökum á efnahagslífinu og lagði grunninn að EES samningnum, sem velferð okkar byggir að mestu leyti á.

Eggert Hjelm Herbertsson, 1.5.2007 kl. 10:09

14 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Sæl doktor Guðfinna...

Ég verð að lýsa yfir miklum vonbrigðum með þennan pistil hjá þér. En ég hafði miklar væntingar til þín sem frambjóðanda, ég taldi að þú værir ekki þessi forherti flokksmaður eins flestir aðrir frambjóðendur. Enfremur vonanaðist ég eftir að þú myndir byggja málflutning þinn upp á vandaðan og málefnalegan hátt. Ég tel reyndar það sé enn möguleiki á að þú eigir eftir að gera það í framtíðinn þegar þú lætur skynsemina og hyggjuvitið ráða í staðin fyrir flokkshugsunina. Mig langaði að koma með nokkur komment í sambandi við þenna pistil.

Í fyrsta lagi þá var gerðar mjög athyglisverðar tilraunir hér á landi á árunum 86-91.  Sú tilraun gekk út á það að koma á hér samráðskerfi svipuðu og tíðkaðist á Norðurlöndum. Tilrauninn gekk út á það ná jafnvægi og ná niður verðbólgu. Til að gera langa sögu stutta þá gekk þess tilraun mjög vel upp. Í fyrst var það ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sem stóð fyrir tilrauninni árið 86. Hún gekk ekki upp af mörgum ástæðum, eins og fylgir svona tilrauna starfsemi þá var hægt að draga lærdóm af þeirri tilraun. Í kjölfarið þá ryðu forsvarsmenn atvinnlífsins ásamt Ólafi Ragnari og Steingrími Hermansyni á vaði að gerðu aðra tilraun. Sú tilraun gekk upp, eða því sem næst. 

Hagfræðingurinn Philips benti á tengsl á milli verðbólgu og atvinnuþátttöku. Sé horft á þetta samband þá kostaði það atvinnuleysi. Atvinnuleysið varð óhjákvæmilega til á tímum viðreisnarstjórnarinnar. Sú ríkisstjórn tók þátt í mörgum óvinsælum aðgerðum eins og niðurskurði á sjúkrarímum og framvegins. Þegar svona samdráttartímar voru þýddi það einnig vonleysi og volæði. Eins og veit að þú veist þá er það oft nauðsynlegt að hreinsa til áður en uppbygging hefst (þú kannst líklega við sálfræðikenningar sem er hægt að heimfæra á þetta ástand).

Í öðru lagi þá finnst mér ekki við hæfi nota glundroðakenningar eða hræðsluáráður árið 2007.  Síðasta þriggja flokkastjórn (xA, xB og xG), var hreint ekki slæm ríkisstjórn í sögulegum skilningi. Það er hægt að benda á mörg framfara mál sem þau komu á koppinn. Einnig er erfitt að finna mikið af samstarfsörðuleikum í R-lista samstarfinu, alla veganna miðaða við það sem var haldið fram áður en þeir komust til valda. Glundroðakenningin var notuð þá með dass af hræðsluáróðri, veistu ég trúði henni bjóst ég hélt að það færi allt fjandans sem gerðist ekki eða hvað? 

Ég vona svo innilega að næstu pistlar verði betur ígrunndaðir og fjalli frekar um hvað þú hefur fram að færa í staðin fyrir fjalla um pólitískan meting (sem er pínu hallærislegur).

Ingi Björn Sigurðsson, 1.5.2007 kl. 11:01

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er ekki nóg að lofa hinu og þessu eins og vinstri flokkarnir eru að reyna að gera og um leið stoppa eða fresta framkvæmdum  - það þarf að afla peninga til að geta gert góða hluti en þetta skylja vinstri menn því miður ekki.
Vinstri menn tala alltaf um að ríkið eigi að borga og flest allt eigi að vera frítt - hvað eru peningar ríkisins nema skatttekjur frá launþegum og fyrirtækjum.

Sjálfstæðisflokkurinn verður að fá góða kosningu ef menn vilja áframhald á framförum í þessu landi.

Við höfum aldrei haft það svona gott.

x-d

Óðinn Þórisson, 1.5.2007 kl. 11:09

16 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þetta er ótrúleg áróðursskrif frá fyrrverandi rektor og lýsir ótrúlegri vanþekingu á efnahagsmálum þjóðarinnar.  Auðvitað veit fyrrverandi rektorinn að atvinnuleysi hefur aldrei verið 12% á Íslandi síðan mælingar hófust en kýs að leggjast svo lágt að bera við minnisleysi í svo einföldu máli.  Mikilvægt er að það komist á 3ja flokka stjórn skipuðum sömu flokkum og myndaði R listann í Reykjavík í 12 ár.  Það er nákvæmlega það sem þarf að gerast það þarf að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá stjórnarsetu í a.m.k. 12 ár.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.5.2007 kl. 13:18

17 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er nú akkúrat það sem þjóðin þarf alls ekki Þórdís. Það vita allir hvernig skuldir Reykjavíkur jukust í tíð R-listans að við tölum nú ekki um sukkið í orkuveitunni og margt fleira.

Ingólfur H Þorleifsson, 1.5.2007 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband