X-D

Ágætu lesendur, ég á mér draum um að við berum gæfu til þess að halda áfram að þróa öflugt samfélag sem verður öðrum til fyrirmyndar.  Við erum lánsöm þjóð, atvinnuleysi sem víða um heim er eitt aðalverkefni stjórnmálamanna er hér nánast ekkert. Halli ríkissjóðs var kosningamál árið 1991, en ríkissjóður er nú skuldlaus og vaxtagreiðslur hans heyra sögunni til, á sama tíma höfum við byggt upp eitt stöndugasta lífeyrissjóðakerfi í heimi. Kaupmáttur launa og bóta hefur aukist um 75% síðan árið 1994.  Eignaskattur er horfinn, tekjuskattar fyrirtækja og einstaklinga hafa lækkað, matarskattur hefur lækkað og verðbólgan fer nú hratt lækkandi þessa dagana. Menntunarstig þjóðarinnar hefur stóraukist og við verjum miklum fjármunum í heilbrigðiskerfið.  Ísland er komið í 2. sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd þar sem lífskjör eru best í heiminum.Undanfarin 16 ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn leitt stjórn landsmála og náð óumdeildum árangri í efnahagsmálum, árangri sem eftir er tekið víða um heim.  Efnahagur landsins er traustur og atvinnulíf í blóma, við getum horft fram á nýja tíma á traustum grunni. 

Traust efnahagsstjórn er stærsta velferðarmálið.  Forystumenn Sjálfstæðisflokksins skilja vel samspil efnahagslífs, verðmætasköpunar og velferðar.  Flokknum er best treystandi til þess að leggja grunn að velferð fjölskyldunnar og samfélagsins í heild og boðar ábyrga velferðarstefnu á traustum grunni.

Flestir Íslendingar vilja trausta stjórn á komandi árum undir forystu Geirs H. Haarde. Um 65% landsmanna vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn áfram í stjórn og 54% landsmanna vilja að Geir H. Haarde verði áfram forsætisráðherra. 

Sjálfstæðisstefnan stuðlar að kraftmiklu og umburðalyndu samfélagi.  Við sjálfstæðismenn viljum halda áfram í umboði þjóðarinnar að gera afburðasamfélag enn betra.  Ég hvet ykkur því til þess að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði ykkar í kosningunum 12. maí.  X-D!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Miðað við  hvað Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að gera fyrir þig Guðfinna þá  hefðir þú mátta berjast meira fyrir flokkinn.  Allar stöður svo sem eins og þú hefur gengt hafa hingað til verið pólitískar og oftast karlar þannig að þrátt fyrir allt þá fagna ég því að kona var ráðinn í þitt starf sem rektors.

Ýmislegt í textanum hjá þér fyrir ofan er svona á mörkunum að vera í samræmi við raunveruleikann en þar sem þú hefur verið upptekin við þín störf þá er hugsanlegt að þú hafir ekki tekið eftir því sem hefur verið að gerast í samfélaginu.

Líttu inn á heimasíðu félags Eldriborgara: www.feb.is Af einhverjum ástæðum þá sér þetta fólk ekki hlutina í sama ljósi og þú og er þó líklegt að meira en helmingur þessa fólks sé og hafi verið Sjálfstæðismenn. Flokksbundnir Sjálfstæðismen.

Sigurður Sigurðsson, 8.5.2007 kl. 18:27

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Góð frammistaða í umræðunum fyrir austan í kvöld. Þið Jónína báruð af - þrátt fyrir harðar atlögur að ykkur.

Hallur Magnússon, 8.5.2007 kl. 21:52

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Það er staðreynd að það er ólga á meðal eldra fólks í Sjálfstæðisflokknum. Þú manst væntanlega eftir óánægjuröddunum sem komu fram á framboðsfundi sem haldinn var á vegum Hvatar í prófkjörinu, þannig að þú getur ekki sagt að allt sé í góðu lagi. Til dæmis má nefna að eldri borgarar verða fyrir fáránlegum skerðingum á sínum bótum ef þeir taka út sparnað eftir að þeir hafa náð 67 ára aldri. Þannig hefur það verið um allangt skeið án þess að ríkistjórnin hafi séð ástæðu til að kippa því í lag, frítekjumark er rétt nýlega komið í 25.000. á mánuði sem er í raun hlægilega lágt miðað við að það er bara til bóta á allan hátt að hafa það mun hærra.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka staðið fyrir óeðlilegri þenslu í ríkisbatteríinu og er utanríkisþjónustan gott dæmi, þar er þenslan komin út yfir allt velsæmi og sú staðreind að sendiherrarnir séu orðnir fleiri en sendiráðin segir  ýmislegt.

Annars líst mér vel á þig, vonandi smitastu ekki af hinum

Þóra Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband